Suðurland.  Ekið er frá Hótel SÓL veg nr. 520 í Skorradal, yfir Dragháls og Ferstikluháls í Hvalfjörð.  Í Hvalfirði er Ferstikluskáli, þar sem hægt er að kaupa ýmsar veitingar, versla og skoða Litla hvalasafnið. Keyrður er vegur nr. 47 um Hvalfjörð, og síðan nr. 48 yfir Mosfellsheiði veg nr. 36 á Þingvelli. Þaðan er hægt að halda áfram yfir Lyngdalsheiði veg nr. 365 og svo 37 og 35 að Geysi og Gullfossi. Hægt er að velja milli þess að keyra sömu leið til baka eða taka veg nr. 35 niður Grímsnes og síðan 36 í gegnum þjóðgarðinn á Þingvelli.  Frá Þingvöllum er hægt að keyra veg nr. 550 yfir Uxahryggi og þaðan á Hvanneyri veg nr. 50.

Til bakaEnglish version